Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði hönnunar en alls bárust dómnefndinni umsóknir frá 57 löndum. Fulltrúar Regn og Kolibri voru viðstödd þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín.
Regn er snjallsímaforrit sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima. Það fór í loftið í ágúst á síðasta ári og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda.
Nafnið Regn er tilvísun í náttúruna og hringrásina; vatn gufar upp, verður að skýi sem svo rignir niður. Forritið byggir á sömu hringrásarhugmynd þar sem elskaðar flíkur mynda hringrásina.“
„Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn.
„Hönnun og notendaupplifun spilaði lykilhlutverk og því er það svo sannarlega mikið fagnaðarefni. Það var einstök upplifun að taka á móti þessum virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaunum hér í Berlín“