Anna Margrét Gunnarsdóttir
Stofnandi / Ritstjóri
Anna Margrét Gunnarsdóttir er sérfræðingur í fyrirtækja- og markaðssamskiptum en hún lauk meistaraprófi í stefnumiðaðri markaðssetningu frá Handelshoyskolen BI í Osló árið 2017.
Fyrri störf Önnu Margrétar eru meðal annars hjá sænska tískurisanum H&M, þar sem hún leiddi opnun keðjunnar á Íslandi haustið 2017. Seinna meir færði Anna Margrét sig yfir til móðurfélagsins, H&M Group í Stokkhólmi og starfaði þar sem verkefnastjóri í samskiptadeild. Hjá H&M Group var Anna Margrét m.a. ábyrg fyrir öllum sjálfbærnisamskiptum móðurfélagsins, ásamt leiðtogasamskiptum þess (e. C-suit communications). Anna Margrét vann þannig um árabil með framkvæmdarstjórn H&M Group í Stokkhólmi og stýrði meðal annars stærstu samskiptaverkefni félagsins, þar á meðal ársskýrslu þess og sjálfbærniskýrslu en H&M Group er skráð félag í sænsku kauphöllinni og hefur um 150.000 starfsmenn um allan heim.
Anna Margrét hefur einnig ríkulega reynslu af fjölmiðlamálum og meðhöndlun þeirra, bæði sem blaðamaður hjá Birtíng sem og upplýsingafulltrúi H&M fyrir íslenska og norska markaðinn. Hún hefur því tekist á við fjöldann allan af flóknum krísumálum og á að baki litskrúðug samskiptaverkefni hjá alþjóðlegu fyrirtæki.
Árið 2023 lét Anna Margrét af störfum hjá H&M Group og stofnaði samskiptastofuna Altso. Styður hún þar íslensk stórfyrirtæki með stefnumótun samskiptamála ásamt því að veita ráðgjöf í sjálfbærnisamskiptum, markaðssetningu vinnustaða (e. employer branding) og þróun samskiptaefnis fyrir fagmiðla s.s. LinkedIn.