Til Baka
DEILDU

Skilmálar og
smáa letrið

Herferð er netmiðill sem leggur áherslu á umfjöllun um markaðs- og auglýsingamál á Íslandi. Efni sem birtist á Herferð er alla jafna innsent efni sem berst ritstjórn með netpósti. Undantekning á þessu er „ritstýrt“-efni sem ritstjórn Herferðar ber ábyrgð á og er slíkt ávallt tekið skilmerkilega fram. 

Með því að senda inn efni til umfjöllunar á Herferð staðfestir sendandinn að allt meðfylgjandi efni sé frjálst til miðlunar. Einnig staðfestir þannig sendandi að allir hagaðilar hafa verið upplýstir og séu samþykkir því að efnið sé gert opinbert á Herferð. Innsent efni er ekki á neinn hátt í eigu Herferðar og eru texta-og myndefni gert skil með viðeigandi hætti, sé höfundur ekki skilgreindur er innsendanda eignað verkið. 

Ritstjórn Herferðar áskilur sér rétt til að afþakka innsent efni ásamt því að óska eftir uppfærslum á texta og/eða myndefni, ef þörf krefur.

Fótspor notenda Herferðar

Herferð vinnur með vistað fótspor (e. cookies) á vefsíðum sínum. Viðvarandi fótspor vistast á tölvu notanda eða tæki og muna aðgerðir og hvað notandi valdi á vefsíðum. Fótspor notenda Herferðar eru einungis aðgengileg stjórnendum síðunnar og nýtast til að meta umferð inn á vefinn og til að bæta notendaupplifunina enn frekar.