Til Baka
DEILDU
Markaðsfólk: Arnar Freyr hjá Core

Markaðsfólk: Arnar Freyr hjá Core

viðtal
February 1, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Aðsendar
Arnar Freyr Ársælsson er markaðsstjóri hjá Core Heildsölu og hefur nánast alist upp við það hlutverk enda stofnuðu foreldrar hanns heildverslunina. Arnar segist vera nýjungagjarn og hvatvís og hefur það skilað sér í markaðsmálum fyrirtækisins enda fáir sem þekkja ekki vörumerkin á þeirra vegum.

„Core er fjölskyldufyrirtæki sem foreldrar mínir stofnuðu 1999 og ég hef alist upp í kringum. Hvort sem það var sumarvinna, aukavinna að hjálpa til eða umræða við matarborðið þá hefur flest allt snúist um fjölskyldu-businessinn. Árið 2016 hætti ég í HR þar sem ég var á viðskiptafræðibraut og byrjaði í fullri vinnu. Heildsalan hafði bara verið lítil en í örum vexti og aldrei verið neinn sérstakur fókus á markaðssetningu. Ég sá tækifæri og stökk á það“ segir Arnar.

Arnar Freyr með nýjustu afurðina í boði Core heildverslun.

Hefuru gert mistök í starfi sem reyndust vera góður lærdómur?

„Já maður hefur gert endalaust af mistökum. Þannig lærir maður. Ég var rétt um tvítugt með enga reynslu þegar ég byrjaði og hef alltaf verið svolítið learning by doing týpa. Ég á það einnig til að vera mjög hvatvís og stekk á hugmyndirnar hratt, þetta er svona kostur og galli“ útskýrir Arnar.

 

Nocco er gríðarlega vinsælt vörumerki á Íslandi.

Hvernig verkefni ertu með á þínu borði alla jafna?

„Þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. Þó svo að ég sé titlaður markaðsstjóri þá erum við enþá bara lítið fjölskyldufyrirtæki og maður hoppar í öll verkefni sem þörf er á að klára. En day2day er ég bara mest megnis fyrir framan blessaða tölvuskjáinn í emaili, excel, hugmyndavinnu, samskiptum við fólk í kringum okkur, greiningum, áætlunum og þetta helsta.“

 

Áttu þér draumaverkefni eða eitthvað ákveðið sem þú myndir vilja gera sem þú hefur ekki gert áður?

„Ég tel mig alveg vera nýjungagjarnan og á það til að fara öðruvísi leiðir. Ég er alltaf að brainstorma „hvað get ég gert öðruvísi núna?“. Ég á ekki beint draumaverkefni en það er pottþétt eitthvað nýtt sem kemur upp bráðlega“ segir Arnar.

 

Hvernig heldur þú þér á tánum í markaðsfræðinni og hvar öðlast þú nýrrar þekkingar í faginu?

„Lesa, vafra, horfa, skoða, hlusta og hugsa. Ég fer ekki í bíltúr án þess að vera spá í hinu og þessu. Svo sæki ég mér innblástur á netinu, tiktok, bókum og bara hvar sem ég get.“

 

Notar þú gervigreind í þínum daglegu störfum?

„Já ég nota hana töluvert. Mest líklega í texta og email skrifum ásamt greiningum. Ég er ekkert mikið í efnissköpun þannig þarf ekki á henni að halda þar en já, hún hefur klárlega hjálpað mér mikið. Flýtir svakalega fyrir og sparar mér tíma.“

 

Hvaða tól og tæki gætir þú ekki lifað án í markaðsstarfinu?

„Væntanlega samfélagsmiðlarnir, en við erum mjög samfélagsmiðladrifið fyrirtæki. Í dag er það TikTok en áður var það Instagram og Snapchat. Svo nota ég mikið Notion og Drive öppin.“

 

Hvað vildir þú óska að fólk vissi um þitt starf en hefur ekki hugmynd um?

„Margir sjá eflaust bara glanshliðina á markaðsstarfinu ...

en átta sig ekki endilega á stefnumótuninni, áætlanagerðinni, gagnavinnslunni og svona þessu bakvið tjöldin. Þetta snýst rosalega mikið um að skilja markaðinn, þróunina, hegðun neytenda, hvar hverjir neytendur eru staðsettir og fleira“ segir Arnar.


Ef þú myndir byrja með hlaðvarp í dag hvað myndi það heita? Stöngin inn!

Hvernig þróið þið markaðsefni fyrir TikTok?

„Við erum með þrjá stráka, Egil, Sævar og Elvar sem sjá um efnissköpunina okkar á TikTok. Þeir eru orðnir landsþekktir hjá yngri kynslóðinni í dag og hafa komið sér virkilega vel fyrir á sjónarsviðinu. Við erum í stöðugum samskiptum við þá og tökum reglulega stöðufundi þar sem við förum yfir áherslur hverju sinni. TikTok er miðill sem hefur þróast og breyst mjög hratt og það er alltaf eitthvað sem gengur betur en annað, til dæmis hook-pælingin. Svo er bara svo margt sem þarf að hafa í huga fyrir TikTok eins og trend, upptakan sjálf, textun, hljóð, uppsetning ofl. Það er mikilvægt að fylgjast með og vita hvað virkar, þýðir ekkert að henda bara einhverju inn og vona það besta. Við leggjum gríðarlega áherslu á þennan miðil og síðustu mánuði hefur árangurinn verið frábær“ að sögn Arnars.

 

Fylgist þú með einhverju markaðsfólki á TikTok eða horfir þú á efni tengt markaðssetningu sem fróðleik?

„Já algóritminn minn er ekkert sérlega skemmtilegur ef þú hefur ekki áhuga á markaðssetningu. Þetta er flest allt tengt vörumerkjum, auglýsingum og slíkt. Það er einn sem ég fylgist vel með og finnst oft góður en það er hann Bill Harper. Svo er þetta nú líka eins og annað, maður þarf að passa sig hvað maður tekur inn og hvað ekki. Eins og með golfið; Tiger Woods varaði aðdáendur sína að vera ekki að hlusta of mikið á sérfræðinga á samfélagsmiðlum sem geta brenglað í fólki. Þetta þarf allt að hafa í huga og ekki taka öllum fróðleik sem sannleika. En ég nota miðilinn líklega mest bara í reference og hugmyndavinnu frekar en beinharðan fróðleik“ útskýrir Arnar.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun
frétt
November 5, 2024

Regn og Kolibri hljóta virt verðlaun

TEXTI
Ritstjórn
Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?
pistill
November 14, 2024

Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?

TEXTI
Þórður Sverrisson
Glæný og litrík Þjóðhátíð
verkefni
October 11, 2024

Glæný og litrík Þjóðhátíð

TEXTI
ENNEMM