Í því mikla samkeppnisumhverfi sem við búum við í dag, þar sem snertifletir við viðskiptavini verða æ fleiri, velta margir fyrir sér hvort stærð fyrirtækja skipti máli þegar kemur að því að ná árangri í markaðsstarfi og í samkeppni á markaði.
Á ráðstefnunni verður sjónum beint að því að stærra er ekki endilega alltaf betra og sýnt verður fram á að öll fyrirtæki geta náð árangri í markaðsstarfi með réttum markaðsaðgerðum.
Valinkunnir fyrirlesarar deila reynslu sinni og hugleiðingum þar á meðal Gréta María, framkvæmdarstjóri Prís, Hjördís Elsa markaðsstjóri Indó, Gerður eigandi Blush og Sigurður Már, stafrænn sérfræðingur og meðstofnandi Arcade.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.