Við val á besta íslenska vörumerkinu leitar Brandr til valnefndar sem samanstendur af framúrskarandi aðilum í atvinnulífinu og úr fræðasamfélaginu - en einnig til almennings. Því býðst öllum áhugasömum að senda inn tilnefningar á heimasíðu Brandr.
Þau vörumerki sem hljóta útnefningu þykja hafa skarað framúr þegar litið er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu (e. positioning) sem þungamiðju.
Keppt er í fjórum flokkum:
- Fyrirtækjamarkaður (B2B)
- Einstaklingsmarkaði ( fyrir færri og fleiri en 50 starfsmenn)
- Vörumerki vinnustaðar en það byggir á að vörumerki markaðssetur vinnustaðinn
á vel heppnaðan máta og laðar þannig að sér hæfileikaríkt starfsfólk.
Verðlaunin um besta íslenska vörumerkið verða veitt í byrjun febrúar 2025.
Við hvetjum að sjálfsögðu til þátttöku og hægt er að senda inn tilnefningu til verðlaunanna hér.