Til Baka
DEILDU
Nýsköpunarþing: Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna?

Nýsköpunarþing: Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna?

frétt
October 11, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Íslandsstofa
Íslandsstofa, Hugverkastofan, Rannís og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins bjóða til Nýsköpunarþings 2024 sem haldið verður í Grósku 22. október kl. 14.00 - 15.30.  

Á þinginu verður sjónum beint að sölu- og markaðsmálum íslenskrar nýsköpunar á erlendum mörkuðum.

Hvað þarf til að ná árangri á alþjóðlegum mörkuðum?

Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna? Leggja íslensk fyrirtæki næga áherslu á sölu- og markaðsmál og uppbyggingu vörumerkja?

Til að svara þessum spurningum og fleirum munu aðilar úr íslensku og alþjóðlegu markaðs- og nýsköpunarumhverfi deila reynslu af sölu- og markaðsstarfi á erlendum mörkuðum.

Aðalfyrirlesarar verða Fura Ösp Jóhannesdóttir, ráðgjafi og nýkjörinn stjórnarformaður auglýsingastofunnar Brandenburg og Bolli Thoroddsen, meðstofnandi Trip to Japan. Nánari dagskrá verður birt innan skamms.

Í lok þingsins mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, veita Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024.

Fundarstjóri: Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

Á þinginu verða Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 einnig afhent.

Nánari dagskrá verður kynnt innan skamms.


Skráning á Nýsköpunarþing fer fram hér

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Krónan kemur með jólin til þín
herferð
February 1, 2025

Krónan kemur með jólin til þín

TEXTI
Brandenburg
Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?
pistill
October 1, 2024

Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

TEXTI
Þóranna K. Jónsdóttir
Góð markaðsmál auka samkeppnishæfni
viðtal
February 17, 2025

Góð markaðsmál auka samkeppnishæfni

TEXTI
Ritstjórn