Til Baka
DEILDU
Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

pistill
October 1, 2024
Texti
Þóranna K. Jónsdóttir
Mynd
Aðsend

Miðað við öll lætin, „já”. 

AI er að umbreyta markaðsstarfi um allan heim. Samkvæmt Hubspot jókst notkun á AI í markaðsstarfi um 250% árið 2023!  Áður var AI bara fyrir risafyrirtæki á borð við Google og Meta; núna höfum við öll aðgang, allt frá stórfyrirtækjum til sólóista.

 AI hefur opnað nýja möguleika fyrir markaðsfólk, frá gagnagreiningu til sjálfvirknivæðingar til hluta sem okkur hefur ekki einu sinni dottið í hug ennþá. Fyrir íslensk fyrirtæki þýðir þetta ný tækifæri en mörg hafa enn ekki tekið fyrstu skrefin, t.d. bara með áskrift að ChatGPT.

Hvað getum við gert strax?

Til að gefa nokkrar hugmyndir þá geturðu fengið frábæra hjálp frá  ChatGPT eða Claude við að gera markaðsefni, snjallmenni taka við af hefðbundnum spjallmennum, og það þarf ekki mikið gagnamagn til að nýta AI til greininga. Prófið t.d. að:

- Nýta AI til að greina endurgjöf frá viðskiptavinum.

- Setja upp sjálfvirka tölvupósta með sérsniðnum skilaboðum.

- Láta gervigreindina hjá Google og Meta vinna enn betur fyrir ykkur: Notið innsýn úr greiningunum til að fínstilla markaðsefni fyrir aðra (og dýrari) miðla.

Persónulega nota ég einföld og ódýr AI-tól eins og ChatGPT og Gemini daglega. Ég hef notað þau til að greina B2B viðskiptavini niður á einstaklinga og sérsniðið kynningar með frábærum árangri. Ég hef búið til sérhæfðan textasmið fyrir ákveðið vörumerki, sem m.a. skrifar með þeirra brand tón. AI í upplýsingaöflun, samantekt og greiningum er ótrúlegt og í dag geri ég ein greiningar sem áður hefðu þurft heilu greiningardeildirnar.

Er þá gervigreindin töfratólið? Nei.

Ef framfarahugarfar (e. growth mindset) hefur einhvern tímann skipt máli, þá er það núna.

Fyrirtæki þar sem aðlögunarhæfni, forvitni og tilraunastarfsemi eru innbyggð í fyrirtækjamenninguna munu verða ofan á. Fyrirtæki sem fagna breytingum sem spennandi áskorunum fullum af tækifærum - hvað þá hrinda þeim af stað - munu hafa forskot

„If you get the culture right, most of the other stuff will just take care of itself.” - Tony Hsieh, fyrrum forstjóri Zappos

Hvort sem það er sjálfvirkni, greiningar, einstaklingsmiðun, efnisgerð, snjallmenni, prófanir, multimodal upplifun, eða einhver af öllum hinum spennandi möguleikunum, þá geturðu notað AI til að skjóta samkeppninni ref fyrir rass. En einungis með rétta hugarfarinu.

Hvað nú?

Byrjið. Skoðið einfalda möguleika. Lærið. Þróist. Það þarf ekki dýrar lausnir eða stórt teymi - bara rétt viðhorf og hugrekkið til að stökkva.

AI er tól, en töfrarnir felast í hvernig þið notið það og lærið af því.

Það er komið að ykkur að taka fyrstu skrefin.  

Höfundur er Þóranna K. Jónsdóttir, Digital Marketing Strategist með ástríðu fyrir AI

Skrifað með aðstoð ChatGPT, Gemini, Claude og Llama.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Glæný og litrík Þjóðhátíð
herferð
October 1, 2024

Glæný og litrík Þjóðhátíð

TEXTI
ENNEMM
Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum
spegill
October 1, 2024

Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum

TEXTI
Ritstjórn
Vandamálin eru til að leysa þau — Vandamálaráðuneyti
frétt
October 1, 2024

Vandamálin eru til að leysa þau — Vandamálaráðuneyti

TEXTI
Cirkus