Til Baka
DEILDU
Krónan kemur með jólin til þín

Krónan kemur með jólin til þín

herferð
December 12, 2024
Texti
Brandenburg
Mynd
Aðsendar
Í markaðsmálum eru jólaauglýsingar í raun sér kapítuli fyrir sig og vandmeðfarið verk. Líkt og með allt markaðsefni þurfa jólaauglýsingar að grípa athygli og vera að einhverju leyti öðruvísi, en samtímis er jólaformið nokkuð þröngt og hughrif áhorfandans byggja að miklu leyti á nostalgíu. Herferð spjallaði við Jón Odd Guðmundsson, yfirtextasmið hjá Brandenburg um jólaherferð Krónunnar og hvernig hugmyndirnar flæddu í framkvæmd. 

Hver var innblásturinn og hverju vildi Krónan ná fram með herferðinni?

Fyrir jólin 2022 kynntum við á Brandenburg hátíðlega hugmynd fyrir jólaherferð Krónunnar sem var byggð á kvæðum um ákveðnar týpur fólks sem versla í Krónunni. Sú herferð var afar vel heppnuð og var því rökrétt að halda áfram á sömu braut, þó með nýjum áherslum. Í ár er jólaundirbúningurinn sjálfur í aðalhlutverki og við fjöllum um ólíkar hefðir og hegðun fólks í jólainnkaupunum. 

Hvernig sem fólk kýs að haga jólaundir-búningnum er Krónan í lykilhlutverki hjá afar mörgum.

Sumir viðskiptavinir eru skipulagðir, aðrir eru meira í því að láta hlutina ráðast þegar í búðina er komið. Síðan eru það snjöllu viðskiptavinirnir sem panta og fá sent heim og þeir sem skanna og skunda. Okkur fannst þetta skemmtilegur vinkill og sýnum hvernig ólíkar týpur fólks hegða sér, allt frá því það verslar og þar til í veisluna sjálfa er komið.

Hver er pælingin með jólavísuna undir, var hún samin sérstaklega fyrir herferðina? Hvernig nýtist textinn í öðrum útgáfum, t.d. statísku efni?

Sterk hefð er fyrir því að flytja texta tengda jólum í bundnu máli. Við þekkjum öll kvæðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum, The Nightmare before Christmas eftir Tim Burton og Dr. Seuss.

Texti í bundnu máli fannst okkur gefa hátíðlegan blæ og pínu skemmtilegt að setja svona heldur hversdagslega hluti í formlegan texta sem rímar.

Textinn nýtist líka í búðamerkingar og má sjá erindi á spjöldum á viðeigandi stöðum innan verslana Krónunnar. Þá er þetta form sem þægilegt er að brjóta upp og nota sem styttri auglýsingar á samfélagsmiðlum og umhverfisskiltum og hljóðheimurinn hentar afar vel sem útvarpsauglýsingar.

Það má greina mjög sterka vísun í klassískar jólamyndir. Var þetta eitthvað sem var partur af því að móta hugmyndina?

Jólunum fylgja ákveðin hughrif sem mikilvægt er að ná svo fólk fái hlýtt í hjartað. Þá er meira oft betra, mikil gleði, sterkir litir og notaleg stemning. Svo þetta skili sér alla leið heim til fólks þarf að fá fagfólk á öllum sviðum til að skapa þennan huggulega jólaheim Krónunnar.

Republik unnu verkefnið með okkur og sá Magnús Leifsson um leikstjórn. Leikkonan Vala Kristín, rödd Krónunnar, flutti textann með passlega hátíðlegum tilþrifum og Pétur Jónsson galdraði fram hljóðheiminn.

Helga Rós Hannam sá um búninga og gervi, Tinna Ingimarsdóttir farðaði, Aron Bergmann Magnússon hannaði leikmynd og Sighvatur Ómar Kristinsson annaðist klippingu.

Hægt er að horfa á jólaauglýsingu Krónunnar í heild sinni hér.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis
frétt
October 2, 2024

W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis

TEXTI
Instrument
Hönnunar-samkeppni fyrir kynhlutlaus rými
frétt
December 9, 2024

Hönnunar-samkeppni fyrir kynhlutlaus rými

TEXTI
Ritstjórn
Rannsókn: Óvæntir vinir vænlegir til vinnings
spegill
November 4, 2024

Rannsókn: Óvæntir vinir vænlegir til vinnings

TEXTI
Ritstjórn