Til Baka
DEILDU
Litir sem heilla hálfan milljarð

Litir sem heilla hálfan milljarð

frétt
February 17, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Pinterest/Pantone
Hvort æsir rauði liturinn þig til að kaupa eða reitir þig bara til reiði?

Innblástursmiðillinn Pinterest kynnti fyrir stuttu spána fyrir litapallettu ársins 2025. Spámennska miðilsins byggir fyrst og fremst á þeim straumum sem miðillinn sér myndast á meðal notenda þess, en yfir 500 milljónir manns nota Pinterest mánaðarlega. 

Litir hafa veruleg áhrif á skynjun og hegðun neytenda; þeir geta vakið tilfinningar, miðlað persónuleika vörumerkis og aðgreint vörur á þéttsetnum markaði. 

Aðrar skýrslur og fróðleikur frá t.d. Pantone gefa einnig greinargóða mynd af því hvaða litapallettur séu á næsta leiti, en forsendur þeirra niðurstaðna byggja á mati fagfólks og annarra rannsókna frekar en hegðun neytenda.

Litur ársins að mati Pantone er „Mocha Mousse“  - súkkulaðimúsarbrúnn, eins og klassíski desertinn frá níunda áratugnum.

Mús eða..?

Pantone liturinn þykir reyndar umdeildur, enda minnir hann óneitanlega meira á eitthvað töluvertminna geðslegt, amk ekkert sem borðið er á borð á jólunum.

Mikilvægar vísbendingar

Skýrslur frá bæði Pinterest og Pantone eru mikilvægar fyrir markaðsfólk að þekkja til, annars vegar til að vita hvað fagfólk í litahönnun mælir með og hinsvegar hvað neytendurnir eru svo að leitast eftir. 

Framtíðarspá um litatrend líkt og sú sem Pinterest gefur eru sérstaklega mikilvægar fyrir þau vörumerki sem stíla inn á yngri markhópa og/eða leggja mikla áherslu á samfélagsmiðla s.s. Instagram. 

Kirsuberjarautt

Táknar dirfsku og orku. Þessi kraftmikli litur hentar vel vörumerkjum sem vilja setja sterkan svip, hvort sem um er að ræða áberandi umbúðir eða athyglisverðar auglýsingar. Rauður getur hins vegar verið yfirþyrmandi litur, og rannsóknir sýna að hann getur framkallað neikvæðar tilfinningar. 

Smjörgult

Er ekki nýr á nálinni, en hann hefur verið viðloðandi tískubylgjur undanfarin misseri en það hefur minna farið fyrir honum í almennu markaðsefni. Smjörgulur er hlýr án þess að vera of heitur, og gefur af sér leikgleði og getur innleitt bjartsýni í markaðsefni. Hann er sérstaklega áhrifaríkur í að skapa aðgengilega og glaðlega ímynd vörumerkja.

Indígóaura

Hefur yfirleitt dularfullt en heillandi yfirbragð. Liturinn ætti því að henta vörumerkjum sem vilja miðla dýpt og fágun. Hann gæti hentað vel fyrir vörur eða herferðir sem leggja áherslu á lúxus, innri íhugun eða tengingu við alheiminn. 

Dillgrænn

Er ferskur og beiskur litur, endurspeglar mögulega þann alþjóðlega áhuga sem hefur orðið fyrir öllu skandinavísku, sér í lagi danskri hönnun og menningu. Þennan líflega græna lit má nota til að tákna heilsu, ferskleika og umhverfisvitund, sem gerir hann að góðu vali fyrir vörumerki í matvæla-, heilsu- eða umhverfisgeiranum.

Hafradrapplitaður

Eða hafralitaður beige er einn af þessum hlutlausu litum. Hann er þó ekki beint nýr ef marka sem dæmi litaval Íslendinga. Þar má sjá mikið af drapplituðum og öðrum einföldum jarðartónum sem virðast heilla landann.

Þessi notalegi og fjölhæfi litur veitir jarðbundinn bakgrunn sem leyfir öðrum litum eða vörueiginleikum að skína. Þetta er sniðugt val fyrir vörumerki sem stefna að mínímalísku en hlýlegu yfirbragði.

Mikilvægt að þekkja til

Litir eru vandmeðfarið verkfæri og það er mikilvægt er fá ráðgjöf frá fagfólki, s.s. grafískum hönnuðum og stílistum.

En þó litaval sé ekki á endilega verkefni sem liggur á þínu borði, þá er góð þumalputtaregla að þekkja til hvað sé á næsta leiti og hvort uppfærsla á litapallettunni sé rökrétt næsta skref fyrir þitt vörumerki.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman
viðtal
October 8, 2024

Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman

TEXTI
Ritstjórn
Bölvun hermikrákunnar: Flippað kex er ekki til eftirbreytni
spegill
October 9, 2024

Bölvun hermikrákunnar: Flippað kex er ekki til eftirbreytni

TEXTI
Ritstjórn
Þetta reddast: Lobster verður að #YES
frétt
November 14, 2024

Þetta reddast: Lobster verður að #YES

TEXTI
Ritstjórn