Taktu þátt í evrópskri könnun um væntingar markaðsstjóra og stuðlaðu þannig að því að íslenskar auglýsingastofur geti gert enn betur.
Það eru Samtök íslenskra auglýsingastofa (SÍA) sem eru ábyrg fyrir gagnasöfnun fyrir íslenskan markað en könnunin er framkvæmd af alþjóðlega rannsóknarfyrirtækinu Kantar, fyrir EACA, WFA (Alþjóðasamtök auglýsenda) og systur/dótturfélög.
Er þetta liður SÍA í að byggja upp og hlúa að því öfluga starfi sem á sér stað milli íslenskra auglýsingastofa og viðskiptavina þeirra.
„Við hjá SÍA vitum að auglýsingastofur á Íslandi standa framarlega á mörgum sviðum. Þessi könnun mun veita okkur dýrmæta innsýn í það hvernig við getum gert enn betur og komið enn betur til móts við væntingar viðskiptavina okkar“ segir Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður SÍA.
Könnun sem þessir er sérstaklega mikilvæg fyrir íslenskan markað þar sem hún veitir einstakan samanburð við aðrar evrópskar stofur, bæði stórar sem smáar.
Niðurstöðurnar munu veita íslenskum auglýsingastofum og markaðsfólki dýrmæta innsýn í það hvernig við sem markaður stöndum í samanburði við önnur Evrópulönd.
Styrkir þetta einnig samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi. Öll svör eru nafnlaus og órekjanleg.
Könnunina má finna hér