Til Baka
DEILDU
Hefur tækniþróun síðustu ára haft mest áhrif á samskipta- og markaðsstörf?

Hefur tækniþróun síðustu ára haft mest áhrif á samskipta- og markaðsstörf?

pistill
March 11, 2025
Texti
Davíð Ernir Kolbeins
Mynd
Aðsend

Þegar ég horfði á West Wing í fyrsta skipti (hver hefur ekki horft oftar en einu sinni á West Wing?) þá hugsaði ég oft hversu mikill lúxus þetta hefur verið fyrir tíma Internetsins. Upplýsingaflæði var töluvert hægara enda fréttir aðeins birtar í fréttatímum í sjónvarpi eða dagblöðum prentuðum á morgnana. Nú opinbera ég virkilega aldurinn minn en ég hugsa að þessi einfaldari tími hafi gert samskiptastörf bæði erfiðari og auðveldari, þau hafa allavega verið afslappaðri. Með hægara upplýsingaflæði gefst lengri tími til að bregðast við t.d. krísum eða einfaldlega til að svara fyrirspurnum en á sama tíma taka skilaboðin þín líka lengri tíma að skila sér.

Hver hefur ekki horft oftar en einu sinni á West Wing?

Í dag þarf að vera alls staðar og ofan á það þarf að vera alls staðar með mismunandi raddir og mismunandi skilaboð þar sem mismunandi hópar nota mismunandi boðleiðir. Fyrirspurnum og fréttum þarf að svara sem fyrst og hver og einn einstaklingur er með rödd og leið til að blanda sér í þá umræðu sem hann vill. Sviðið hefur einnig stækkað töluvert, enda er núna allur heimurinn undir enda fara upplýsingar umhverfis hnöttinn á mettíma. Það er auðvitað mikill kostur að eiga sína eigin miðla og geta komið skilaboðum út á þeim nákvæmlega eins og þú vilt að þau birtist, milliliðalaust og þau dreifast með algríminu til hópa sem hafa áhuga á þér og því sem þú þarft að segja.

Ég held að grunnurinn í samskiptum hafi lítið breyst, margar PR-kenningar eiga vel við í dag þrátt fyrir að vera skrifaðar fyrir Internetið eða samfélagsmiðla, hins vegar eru það verkfærin sem breytast. Samskiptastéttin þarf alltaf að vera á tánum og tilbúin að læra á allar þær nýju boðleiðir, alla samfélagsmiðlana og allar þær óskrifuðu reglur sem fylgja hverjum og einum þeirra til að vera „current“. Ætli niðurstaðan sé ekki einfaldlega sú, ef það er einhver niðurstaða, að það séu kostir og gallar með þessari svakalegu tækniþróun sem hefur átt sér stað?

Pistill eftir Davíð Erni Kolbeins.

Höfundur er fjölmiðlafulltrúi hjá KSÍ.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum
viðtal
March 6, 2025

Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum

TEXTI
Ritstjórn
Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?
pistill
October 1, 2024

Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

TEXTI
Þóranna K. Jónsdóttir
Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli
frétt
November 5, 2024

Ráðstefna: Stærðin skiptir ekki máli

TEXTI
Ritstjórn