Til Baka
DEILDU
Íslenska Optise keppir við Google Analytics

Íslenska Optise keppir við Google Analytics

frétt
April 16, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Optise

Optise fær 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki til að þróa nýja gervigreindarlausn sem kemur í stað Google Analytics

Íslenska gervigreindarfyrirtækið Optise hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá fjárfestingarsjóðnum Frumtak segir í fréttatilkynningu. Fjármagnið verður nýtt til að þróa áfram snjalla og notendavæna vefgreiningarlausn sem nýtir gervigreind til að hjálpa fyrirtækjum að bæta vefsíðuna sína og hámarka sölu á netinu.

Um þessar mundi gefst almenningi að prufa kerfið frítt og skanna sína eigin vefsíðu fyrir bæði villum og tækifærum.

Optise hefur hlotið þrjúhundruð milljónir frá Frumtak

Sala í gegnum vefsíðum margfaldast

Vefsíður fyrirtækja hafa aldrei verið mikilvægari þegar kemur að sölu og tekjumyndun. Sala í gegnum vefsíður á heimsvísu hefur vaxið um 50% síðustu fjögur ár og búist er við að hún vaxi um 40% til viðbótar fyrir árið 2030.

Optise hjálpar fyrirtækjum að nýta þennan vöxt til fulls með því að greina gríðarlegt magn gagna með háþróaðri gervigreind sem er þjálfuð af sérfræðingum í vefsíðugerð og markaðssetningu. Notendur Optise fái nnsýn (e.insights) og ráðleggingar sem segja þeim á einfaldan hátt hvað er að virka og hvað ekki, ásamt skýrum tillögum um hvernig bæta megi vefsíðuna.

Google Analytics flókið fyrir almenna notendur

Lausnin kemur í stað núverandi vefgreiningartóla sem birta einungis mikið magn af torskiljanlegum mælikvörðum og flóknum gröfum sem erfitt getur verið að átta sig á fyrir hinn almenna leikmann.

Ómar Þór Ómarsson, meðstofnandi og forstjóri Optise segir vefsíður vera mikilvægasta snertiflöt fyrirtækis við viðskiptavini í dag en bendir á að samt séu margar vefsíður í dag sem finnast ekki á leitarvélum, séu með slaka notendaupplifun og séu sömuleiðis ekki hannaðar til að breyta heimsóknum í sölu.

Ómar Þór Ómarsson var áður framkvæmdarstjóri hjá stafrænu stofunni Didigo

,„Ég skil mæta vel að þetta sé vandamál. Flestir sem bera ábyrgð á vefsíðum eru ekki sérfræðingar í vefsíðugerð né með doktorsgráðu í tölfræði.

Fólk veit hreinlega ekki hvað tölurnar þýða eða hvaða breytingar það á að gera til að bæta árangur vefsíðunnar.

Tólin sem eru í boði í dag, eins og Google Analytics, eru einfaldlega alltof flókin fyrir venjulegt fólk. Þess vegna stofnuðum við Optise – til að hjálpa fólki að gera vefsíðuna þeirra frábæra fyrir notendur og arðbæra fyrir fyrirtæki.“

Frumtak full af trú

Í tilkynningu frá Optise segir að fjárfestingin undirstriki trú Frumtaks á mikilvægi þess að einfalda vefgreiningu, nýta vaxandi möguleika gervigreindar og hjálpa fyrirtækjum að hámarka árangur á netinu með skýrum og aðgengilegum lausnum

Andri Heiðar fjárfestir og einn af eigendum Frumtak fjárfestingasjóð

„Optise er frábær lausn og gott dæmi um það sem við horfum til hjá Frumtaki – metnaðarfullt teymi með sterka sýn, tæknilega getu og lausn sem leysir raunverulegt vandamál á alþjóðlegum markaði. Vefsíðan er orðin mikilvægasti söluvettvangur margra fyrirtækja, en of fáir nýta hana til fulls. Allir sem hafa rekið vefsíðu þekkja þetta vandamál – og þar kemur Optise sterkt inn. Við erum spennt að taka þátt í næsta kafla félagsins með þessu öfluga teymi.“ Andri Heiðar Kristinsson, meðeigandi og fjárfestingastjóri hjá Frumtak.

Villtu prófa Optise?

Optise stefnir á að gjörbylta því hvernig fyrirtæki hugsa um vefsíðuna sína. Eins og fyrr segir stendur almenningi til boða að prófa Optise frítt með því að heimsækja www.optise.com og skanna sína eigin vefsíðu fyrir villum og tækifærum.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Áslaug Magnúsdóttir í stjórn Catecut
frétt
April 16, 2025

Áslaug Magnúsdóttir í stjórn Catecut

TEXTI
Ritstjórn
Mikilmennskan í markaðsmálum
viðtal
February 1, 2025

Mikilmennskan í markaðsmálum

TEXTI
Svetlana Graudt
Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman
viðtal
October 8, 2024

Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman

TEXTI
Ritstjórn