Til Baka
DEILDU
Hvers virði eru hlaðvarps-auglýsingar?

Hvers virði eru hlaðvarps-auglýsingar?

pistill
February 1, 2025
Texti
Eydís Sigrún Jónsdóttir
Mynd
Aðsend
Á síðustu árum hefur hlaðvarpshlustun aukist mikið og niðurstöður Gallup frá árinu 2021 sýna að um 20% íslensku þjóðarinnar hlustar á hlaðvörp. Hér á landi er fjölda hlaðvarpa haldið úti, mörgum mjög stórum - miðað við höfðatölu þið vitið. 

Hlaðvörp eru í stóra samhenginu fremur nýr miðill en með þeim varð til nýr vettvangur til markaðssetningar. 

Hlaðvörp urðu til út frá hefðbundnu útvarpi en hlaðvarp sem miðill tekur mörg af einkennum útvarpshlustunar og gerir hlustun aðgengilega hvar sem er í heiminum auk þess sem hlustandinn getur valið sér þátt sem snýr sérstaklega að áhugasviði hans. 

Komið gott er vinsælt íslenskt hlaðvarp í umsjá Ólöfu Skafta og Kristínu Gunnars.

Þá eru hlaðvarpsþættir yfirleitt hluti af seríu af þáttum sem ýtir undir aukna hlustun. Þessi atriði sem einkenna hlaðvarpshlustun hafa mikið að segja þegar kemur að því hversu árangursrík hlaðvörp geta reynst í markaðssetningu en rannsóknir hafa sýnt að auglýsingar í hlaðvörpum geta haft jákvæð áhrif á kaupáform, geta aukið vörumerkjavitund og staðsett vörumerki efst í huga neytenda.

Það er næstum því jafn misjafnt og þau eru mörg hvernig auglýsingum er hagað þó hægt sé að skilgreina nokkrar tegundir auglýsinga, þá helst með tilliti til framsetningar og staðsetningar þeirra innan þátta.

Teboðið hlaðvarp er í boði vinkvennanna Birtu Líf og Sunnevu Einars.

En hvað þarf markaðsfólk að hafa í huga þegar velja á samstarfsaðila í hlaðvörpum? Jú við viljum auðvitað sjá hlustunartölur en þær segja okkur ekki allt. 

Ef markmiðið er að selja vöru eða þjónustu þá hafa rannsóknir sýnt að viðhorf til auglýsinga hefur áhrif á það hversu áhrifarík hún er og hvort kaup fari fram í kjölfar auglýsingar. Þar eru nokkrir áhrifaþættir sem hafa áhrif á viðhorfið en þar er einhliða samband hlustenda við þáttastjórnendur sá þáttur sem hefur mest áhrif á viðhorf til auglýsinga í hlaðvörpum og hvort kaup fari fram eftir að hlustandi heyrir auglýsingu í hlaðvarpi. 

Einhliða samband er hugtak sem spratt fyrst fram á sjónarsviðið í kringum 1950 ...

og átti þá við um einstaklingana sem birtust á sjónvarpsskjánum heima í stofu. Áhorfendur áttu það til að mynda sterk tengsl við viðkomandi og jafnvel byrja að líta á viðkomandi sem náinn vin eða kunningja. Samband þetta er eingöngu til staðar af hálfu áhorfenda og er því einhliða.

Þarf alltaf að vera grín hlaðvarp hefur verið starfrækt síðan 2018.

Myndun vináttu er byggð á tíðni áhorfs og er lykilatriði í myndun sambandsins að samskiptin séu stöðug, einlæg og persónuleg. Þannig aukast líkurnar á myndun einhliða sambandsins sem um leið skilar sér í endurteknu áhorfi, mikilli tryggð og einhliða vinasambandi. 

Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að hlaðvörp séu kjörinn vettvangur fyrir myndun sterkra einhliða sambanda ...

vegna þess að umhverfi þeirra ýtir undir einlægni þáttastjórnenda, þeir deila persónulegum upplýsingum og tíðar birtingar þátta ýta undir aukna hlustun. 

Markaðsfólk ætti því að velta fyrir sér hlustendahópi hlaðvarpa, hvort samband þáttastjórnenda og hlustenda sé sterkt og um leið jafnvel hvort hlustendur hafi mögulega myndað samfélag hlustenda. 

Með því að huga að þessum atriðum þegar velja á samstarfsaðila þá getum við ýtt undir ást á vörumerkinu okkar, komið því efst í huga hlustenda og jafnvel náð til mjög vel afmarkaðra hópa sem passa vel inn í markhóp vörumerkisins. 

Pistill eftir Eydísi Sigrúnu Jónsdóttur sérfræðing í stafrænni markaðssetningu hjá Kvartz markaðsstofu.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi
frétt
October 2, 2024

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi

TEXTI
Ritstjórn
Ný þjónusta: Tryggja gæði í efnissköpun
frétt
February 1, 2025

Ný þjónusta: Tryggja gæði í efnissköpun

TEXTI
Ritstjórn
Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman
viðtal
October 8, 2024

Hvernig klæðir maður stjörnu? Aðferð að hætti Hildar Yeoman

TEXTI
Ritstjórn