Til Baka
DEILDU
Jólaherferð og hátíðarkveðjur frá ritstýrum

Jólaherferð og hátíðarkveðjur frá ritstýrum

frétt
December 24, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Rafael Pinho

Við viljum óska tryggum lesendum og vinum Herferðar óskir um gleði og frið um hátíðarnar og um leið þakka fyrir ævintýralegar viðtökur á þeim tæpum þrem mánuðum sem Herferð hefur verið í loftinu.

Hugmyndin að Herferð kviknaði í vor og leit miðillinn dagsins ljós þann 1. október á árinu undir stjórn okkar vinkvennanna, Önnu Margrétar og Ernu Hreins.

Herferð er hugmynd sem við hlökkum mikið til að þróa og efla á nýju ári í samvinnu við áhugafólk um skapandi markaðsmál á Íslandi. Við erum afar stoltar af því að hafa skapað vettvang fyrir þá sem starfa innan bransans til að bæði sýna verk sín og að veita okkur innsýn inn í þeirra starf innan sviðsins.

Það hefur sýnt sig á undanförnum vikum að það er gríðarlegur áhugi fyrir því að bæði miðla og fræðast um það frábæra starf sem markaðsfólk á Íslandi vinnur. Við trúum því að því meira sem við deilum, því meira lærum við og því meira eflum við markaðs- og auglýsingastarf á Íslandi og stuðlum að fagmannlegu samfélagi innan stéttarinnar.

Jákvæðar undirtektir hafa ekki látið á sér standa og getum við lofað ykkur farsælu framhaldi um ókomna tíð. Línan er alltaf opin og tökum við vel á móti öllum hugmyndum og efni sem þið kunnið að luma á.

Með hátíðarkveðju,

Anna og Erna

SKOÐA

FLEIRI GREINAR