Til Baka
DEILDU
„Minnir á kynlífsverslun“ - fagfólk gefur álit

„Minnir á kynlífsverslun“ - fagfólk gefur álit

spegill
November 28, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Jaguar og aðsendar
Fyrsti fasi af endurmörkun bílamerkisins Jaguar var kynnt fyrir stuttu en í kjölfarið mátti greina mikinn titring í samfélagi hönnuða, markaðsfólks og jafnvel bílaáhugafólks um allan heim.

Heildarútlit Jaguar hefur tekið 180° snúning, vörumerkið er nánast óþekkjanlegt og kemur nú fram undir formerkjunum; „Copy nothing“

Hvað segja sérfræðingarnir?

Herferð fékk tvo hönnuði til að rýna í nýja útlitið en þess má geta að umræddar breytingar eru aðeins fyrsti fasi í endurmörkunarferlinu. Jaguar hyggst senda frá sér nánari útlistingar á nýju útliti þann 3. desember næstkomandi og mun Herferð að sjálfsögðu fylgja því eftir.

Klunnalegt og sterílt

Júlía Runólfsdóttir, hönnuður hjá Júní er þaulreynd í faginu og hefur m.a. tekið þátt í að dæma í alþjóðlegum hönnunarkeppnum. Að hennar sögn er endurmörkunin ótrúlegt útspil frá Jaguar og klassískt dæmi um að taka rótfast og sterkt vörumerki og umbreyta því í steríla og klunnalega mörkun án nokkrar tengingar við arfleifð fyrirtækisins.

„JaGUar" leturgerðin er klunnaleg og skortir tengingu bæði við arfinn og framtíð vörumerkisins í rafbílum. Þess í stað, hefur endurmörkunin breytt lúxusvörumerkinu sem Jagúar var yfir í eitthvað sem lítur út fyrir að tilheyra ódýru tískumerki eða kynlífsverslun.“

Litapallettan djörf en málar upp ranga mynd

Einar Ingi er ljósmyndari og hönnuður hjá ENNEMM en hann er heilinn á bakvið fjölda verðlaunaðra herferða og markaðsefnis. Einar Ingi segir það alltaf spennandi að sjá stór vörumerki taka skref í nýja átt og að nýja útlitið frá Jaguar vekji vissulega athygli:

„Lógóið er stílhreint og einfalt en sumir þættir, eins og stórt „G“ á milli lágstafa og ósamræmi í stafabili vekja upp spurningar. Þetta gerir lógóið minna fágað en maður hefði búist við frá lúxusframleiðanda. Jagúar myndmerkið er þá helsta sem er jákvætt í þessu þó svo að það mætti hreinteikna það betur.“ 

Litapallettan með björtum tónum eins og gulu og rauðu er djörf og fersk - en kallar meira fram tilfinningu um tísku - eða tæknifyrirtæki en lúxusbíla. 

Fjárfesting í sjálfbærari framtíð - eða bara yngri markhóp?

Bæði Júlía og Einar Ingi velta fyrir sér markhópum Jagúar, núverandi og framtíðar og hvað markmiðið hafi verið með svo stórfelldri breytingu.

Júlía bendir á að með þessu séu þau í raun að útiloka núverandi markhóp sem keyptu Jagúar á forsendum gamla vörumerkisins en tengja líklega mun minna við þetta nýja „ ...til þess eins að mögulega grípa einhvern annan markhóp. Engu að síður vakti þetta mjög mikla athygli og maður spyr sig hvort takmarkinu sé náð?“

Að sögn Einars Inga er það vissulega jákvætt að Jaguar sé að prófa nýjar leiðir og einbeita sér að framúrstefnulegri hönnun sem talar til framtíðar, sérstaklega í rafbílageiranum.

„Nú verður bara spennandi að sjá hvernig þessi stefna mun falla í kramið hjá markaðnum og viðskiptavinum.“

Hvað finnst lesendum? Endilega deilið ykkar skoðunum hér að neðan:

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?
pistill
November 14, 2024

Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?

TEXTI
Þórður Sverrisson
Krónan kemur með jólin til þín
herferð
December 12, 2024

Krónan kemur með jólin til þín

TEXTI
Brandenburg
Dana tekur við markaðs- og kynningarmálum Lauf Cycles
ráðningar
November 28, 2024

Dana tekur við markaðs- og kynningarmálum Lauf Cycles

TEXTI
Lauf Cycles