Til Baka
DEILDU
Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn

Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn

ráðningar
October 3, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Elísabet Blöndal
Anna Fríða Gísla­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Nóa Síríus en þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyrirtækinu. 

Anna Fríða hefur víðtæka reynslu af marg­vís­leg­um markaðsstörf­um en hún hefur m.a. starfað sem for­stöðumaður markaðsmá­la hjá Play, Global Brand & Campaign Mana­ger hjá BI­OEF­FECT og sem fram­kvæmda­stjóri markaðsdeild­ar hjá Dom­in­o’s pizza. 

„Hjá Noi Sirius eru ótrúlega spennandi tímar framundan og ég er svo stolt að hafa fengið tækifærið til að vinna með þetta þjóðþekkta vörumerki sem er Íslendingum svo kært. Að auki er Nói Siríus umboðsaðili fyrir fjöldann allan af sterkum alþjóðlegum vörumerkjum og ég get ekki beðið eftir að kynnast þeim betur og takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem þeim fylgja.“

Nói Siríus er sem kunnugt nú hluti af hinni norsku samstæðu Orkla og fer þar undir Orkla Confectionary and snacks.

„Það er virkilega gaman og lærdómsríkt að fá að vinna sem hluti af alþjóðlegu teymi. Ég sé fyrir mér að bæði geta deilt af mér af fyrri reynslu en líka notið góðs og lært af öllu því úrvals fólki sem finna má hjá Nóa Siríus og Orkla.“ 

Anna Fríða er sjálf mikill matarunnandi og metnaðarfullur heimakokkur. Þó að sælgætisiðnaðurinn sé að hluta til nýr fyrir henni, þá sé hún að sama skapi á heimavelli þegar kemur að sætindum.

„Það er auðvitað mikill persónulegur sigur fyrir minn innri nammigrís að fá að vinna í verkefnum þar sem að það eru annaðhvort eru jól eða páskar - allan ársins hring!“

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

“Kamala is brat” -  micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum
pistill
October 1, 2024

“Kamala is brat” - micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum

TEXTI
Lilja Kristín, CMO Vodafone
Hvað er besta íslenska vörumerkið?
frétt
October 17, 2024

Hvað er besta íslenska vörumerkið?

TEXTI
Ritstjórn
W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis
frétt
October 2, 2024

W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis

TEXTI
Instrument