Til Baka
DEILDU
200 milljónir í að markaðssetja Ísland

200 milljónir í að markaðssetja Ísland

frétt
November 22, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Menningar- og viðskiptaráðuneyti
Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, undirritaði í gær samning við Íslandsstofu um markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna.

Samkvæmt tilkynningu er um að ræða alþjóðlega neytendamarkaðssetningu fyrir íslenska ferðaþjónustu til að fylgja eftir áherslum í Ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun hennar til 2030, sem samþykkt var á Alþingi í júní 2024. Samningurinn er einnig hluti af aðgerðum stjórnvalda til að verja gjaldeyristekjur frá ferðaþjónustu.

Markaðssetning samkvæmt samningnum verður starfrækt á völdum erlendum mörkuðum. Markmið þess er að viðhalda og koma á framfæri ímynd og orðspori Íslands sem leiðandi í sjálfbærri þróun og sem eftirsóknarverður áfangastaður ferðamanna, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og miðla réttum upplýsingum um stöðu mála ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur áföll.

Samningurinn gildir til lokaárs 2025 og felur í sér samtals 200 m.kr. framlag frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Um er að ræða beina útfærslu á aðgerð B.2 í framangreindri aðgerðaáætlun Ferðamálastefnu („B.2. Markviss og viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað ferðamanna.“).

„Ferðaþjónusta er okkar stærsta atvinnugrein og þar verða til mestu gjaldeyrisverðmætin. Við getum hins vegar ekki tekið þeirri stöðu sem sjálfsögðum hlut og það er afar brýnt að við, eins og aðrar þjóðir, höldum úti markvissri og viðvarandi markaðssetningu á Íslandi til að koma á framfæri ímynd Íslands sem leiðandi í sjálfbærri þróun og sem eftirsóknarverðs áfangastaðar ferðamanna. Ekki er síður mikilvægt að vera undir það búin að miðla réttum upplýsingum þegar áföll dynja á okkur. Með því höldum við áfram að byggja upp markaði, treysta stöðu okkar og stuðla að sjálfbærri og öflugri ferðaþjónustu til lengri tíma,“  segir menningar- og viðskiptaráðherra.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Hvað er besta íslenska vörumerkið?
frétt
October 17, 2024

Hvað er besta íslenska vörumerkið?

TEXTI
Ritstjórn
Reginn verður Heimar - vörumerki óhrætt við sviðsljósið
verkefni
October 18, 2024

Reginn verður Heimar - vörumerki óhrætt við sviðsljósið

TEXTI
Heimar/Brandenburg
Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?
pistill
October 1, 2024

Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

TEXTI
Þóranna K. Jónsdóttir