Til Baka
DEILDU
Íslensk hönnun í jólapakkann

Íslensk hönnun í jólapakkann

frétt
November 28, 2024
Texti
Saman
Mynd
Aðsend
SAMAN — Menning & upplifun heldur nú sinn árlega JÓLAMARKAÐ í porti Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsinu, laugardaginn 30. nóvember.

Hönnuðir, myndlistamenn, matgæðingar, rithöfundar, teiknarar og tónlistarfólk koma nú saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga til sölu fyrir jólin.

Hönnuðir, matarframleiðendur og listamenn verða staðsettir í Porti safnsins með frábærar vörur „beint úr stúdíó”. Lady Brewery verður með „Pikkl & Bjór“ - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og gómsætu snarli. Rán Flygenring heldur skemmtilega fjölskyldusmiðju um nýjustu bók sína, sem fáanleg verður á markaðinum. ÞYKJÓ verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka í fjölnotarými, en ÞYKJÓ unnu hönnunarverðlaun Íslands fyrir stuttu.

Dagskrá :

11:00 - 17:00 | Lady Brewery verður með "Pikkl & Bjór" - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og gómsætu snarli.

11:30 - 13:00 | Rán flygenring verður með skemmtilega fjölskyldu smiðju um tjörnina sem er bók sem er gefin út af Angústúra núna fyrir jólin. Hægt verður að versla bókina á markaðnum & mögulega blikka Rán í eiginhandaráritun.

14:00 - 16:00 | ÞYKJÓ verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka í fjölnotarými, þar sem fundnir hlutir úr náttúrunni verða kannaðir & notaðir við gerð aðventulegra óróa. ÞUKJÓ vann til Hönnunarverðlauna Íslands nú á dögunum, til hamingju!

Frábær leið til að styðja íslenska hönnun, framleiðslu og græja eftirminnilegar jólagjafir.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Verðlaunadeild KEF lögð niður
frétt
March 27, 2025

Verðlaunadeild KEF lögð niður

TEXTI
Ritstjórn
Viðburður: Áskoranir vefverslana
frétt
December 5, 2024

Viðburður: Áskoranir vefverslana

TEXTI
Ritstjórn
W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis
frétt
October 2, 2024

W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis

TEXTI
Instrument