Staðan nú og framtíðin
Hver er staðan á íslenskri vefverslun? Eru Amazon og Temu að valta yfir allt? Hvernig gekk okkur á öllum þessum nýliðnu svörtudögum, stökuvöku og stafrænum mánudegi? Erum við tilbúin í jólin? Og hvaða breytinga má vænta á komandi mánuðum?
Landslagið tekur stökkbreytingum
Við stöndum á tímamótum, breytingarnar eru hraðar með tilkomu gervigreindar, tæknirisarnir alltumlykjandi og Google er að breytast. Það er því mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir árið 2025.
Sérfræðingar deila fróðleik
Kristján Már Hauksson hjá Ceedr í Noregi, Einar Thor Garðarsson hjá FINDS og Anna Ala-Ketola frá Ceedr í Finnlandi ætla að deila með okkur þekkingu og reynslu, rýna í tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar, spá í tæknilegar áskoranir og leiða okkur í allan sannleikann um stöðu vefverslana.
Fundurinn hefst 10:00 í húsnæði Pipar\TBWA, Guðrúnartúni 8. Viðburðurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Kaffihressing verður í boði.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér