Til Baka
DEILDU
Álfrún Pálsdóttir til Íslandsstofu

Álfrún Pálsdóttir til Íslandsstofu

ráðningar
December 10, 2024
Texti
Mynd
Aðsend
Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu.

Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila.

„Ég er full tilhlökkunar að leiða öflugt teymi Íslandsstofu í almannatengslum á erlendum mörkuðum og fylgja eftir ásamt því að efla það góða starf sem hefur verið unnið síðustu ár. Það eru gríðarleg tækifæri að auka enn frekar umfjöllun, vitund og eftirspurn eftir íslenskum útflutningvörum og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið; að kynna Ísland sem leiðandi land á sviði sjálfbærni.”

Álfrún er menntuð í fjölmiðla- og kynjafræði frá Háskólanum í Osló og hefur yfirgripsmikla reynslu af fjölmiðlum og kynningarmálum. Hún starfaði sem blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu á árunum 2006–2015 og var á meðal þeirra sem komu að stofnun og ritstýrði tímaritinu Glamour fyrir 365 miðla og Condé Nast á árunum 2015–2018.

Á síðustu árum hefur Álfrún sinnt kynningarmálum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, þar sem hún hefur haft umsjón með kynningaráætlunum og samskiptum Miðstöðvarinnar við innlenda og erlenda fjölmiðla og verið í lykilhlutverki við skipulagningu viðburða á borð við HönnunarMars og Hönnunarverðlaunin.

„Við fögnum því að fá Álfrúnu til liðs við Íslandsstofu. Hún hefur mikla þekkingu og reynslu á sviði fjölmiðla og almannatengsla, og við höfum trú á að hún muni hafa jákvæð og mikil áhrif á starfið okkar,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

5% af árlegri veltu af nýjum vörum — Andri Þór forstjóri Ölgerðarinnar
viðtal
October 3, 2024

5% af árlegri veltu af nýjum vörum — Andri Þór forstjóri Ölgerðarinnar

TEXTI
Ritstjórn
Jólaherferð og hátíðarkveðjur frá ritstýrum
frétt
December 24, 2024

Jólaherferð og hátíðarkveðjur frá ritstýrum

TEXTI
Ritstjórn
Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?
pistill
October 1, 2024

Er AI töfratólið sem markaðsfólk hefur beðið eftir?

TEXTI
Þóranna K. Jónsdóttir