Það eru regnhlífarsamtökin EACA (European Association of Communications Agencies) sem framkvæma könnunina en um 2.500 evrópskra auglýsingastofa eru aðilar að samtökunum.
Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) er fullgildur aðili í EACA. Veitir aðildin íslenskum auglýsingastofum aðgang að evrópsku fagsamfélagi, þekkingu og tengslaneti sem spanni þrjátíu lönd og 120.000 fagaðila.
Samkvæmt tilkynningu frá SÍA náði könnunin til tæplega fjögur þúsund starfsmanna auglýsingastofa í 25 Evrópulöndum. Niðurstöður fyrir íslenskan auglýsingamarkaði sýna m.a. að:
Formaður SÍA, Anna Kristín Kristjánsdóttir bendir á að niðurstöðurnar gefi mikilvæga innsýn inn í stöðu íslenskra stofa, en samkvæmt tilkynningunni er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar auglýsingastofur taka þátt í viðlíkra könnun á vegum samtakanna.
„Við sjáum að íslenskt fagfólk er metnaðarfullt og bjartsýnt, vinnustaðamenning er sterk, en hátt streitustig er áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við. Það er áhugavert að sjá Ísland skora svona hátt á álagi og streitu, ekki síst þar sem við búum við styttri vinnuviku en flest ef ekki öll samanburðarlöndin. Á sama tíma helst stolt í starfi og bjartsýni á greinina hátt. Aðild okkar að EACA gefur okkur nú tækifæri til að læra af evrópskum systurfélögum um bestu leiðir til að styðja við starfsfólkið okkar og auka rekstrahæfi,“ Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður SÍA.
Meðlimastofur SÍA eru í dag eru Brandenburg, ENNEMM, Hér&Nú, Hvíta húsið, Kontor, Peel og Pipar/TBWA.
Nánar um könnunina og niðurstöður hennar má finna hér