Til Baka
DEILDU
Streita mest hjá íslensku auglýsingafólki

Streita mest hjá íslensku auglýsingafólki

frétt
March 13, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
SÍA, aðsend
Starfsfólk á íslenskum auglýsingastofum er bæði stolt og hefur ánægju af starfi sínu sýnir nýleg evrópsk viðhorfskönnun. Samtímis sýna niðurstöður að mörg þeirra upplifi mun meiri streitu en kollegar í öðrum löndum.

Það eru regnhlífarsamtökin EACA (European Association of Communications Agencies) sem framkvæma könnunina en um 2.500 evrópskra auglýsingastofa eru aðilar að samtökunum.

Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) er fullgildur aðili í EACA. Veitir aðildin íslenskum auglýsingastofum aðgang að evrópsku fagsamfélagi, þekkingu og tengslaneti sem spanni þrjátíu lönd og 120.000 fagaðila.

Stjórn SÍA: Formaður stjórnar SÍA Anna Kristín Kristjánsdóttir f.h. Hvíta hússins. Meðstjórnendur eru Selma Rut Þorsteinsdóttir f.h. Pipar\TWBA, Högni Högnason f.h. Hér & Nú og Hrafn Gunnarsson f.h. Brandeburg. Ekki á mynd er meðstjórnandi Hafsteinn Hafsteinsson, fulltrúi ENNEMM.

Samkvæmt tilkynningu frá SÍA náði könnunin til tæplega fjögur þúsund starfsmanna auglýsingastofa í 25 Evrópulöndum. Niðurstöður fyrir íslenskan auglýsingamarkaði sýna m.a. að:

  • Fagleg ánægja og stolt starfsmanna er hátt og í takt við evrópskt meðaltal (70%)
  • Bjartsýni íslenskra starfsmanna á framtíð greinarinnar er 80% sem er yfir evrópska meðaltalinu (70%).
  • Íslenskt starfsfólk finnur fyrir mestri streitu allra þátttökuþjóða eða 80% en meðaltalið er 67%.
  • Rekstrarhæfi/arðsemi stofa er skilgreind sem stærsta áskorunin fyrir 2025, jafnt á Íslandi sem og í Evrópu.


Formaður SÍA, Anna Kristín Kristjánsdóttir bendir á að niðurstöðurnar gefi mikilvæga innsýn inn í stöðu íslenskra stofa, en samkvæmt tilkynningunni er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar auglýsingastofur taka þátt í viðlíkra könnun á vegum samtakanna.

„Við sjáum að íslenskt fagfólk er metnaðarfullt og bjartsýnt, vinnustaðamenning er sterk, en hátt streitustig er áhyggjuefni sem við þurfum að takast á við. Það er áhugavert að sjá Ísland skora svona hátt á álagi og streitu, ekki síst þar sem við búum við styttri vinnuviku en flest ef ekki öll samanburðarlöndin. Á sama tíma helst stolt í starfi og bjartsýni á greinina hátt. Aðild okkar að EACA gefur okkur nú tækifæri til að læra af evrópskum systurfélögum um bestu leiðir til að styðja við starfsfólkið okkar og auka rekstrahæfi,“ Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður SÍA.

Meðlimastofur SÍA eru í dag eru Brandenburg, ENNEMM, Hér&Nú, Hvíta húsið, Kontor, Peel og Pipar/TBWA.


Nánar um könnunina og niðurstöður hennar má finna hér

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise
viðtal
December 3, 2024

Markaðsfólk: Auður Karitas hjá Wise

TEXTI
Ritstjórn og Auður Karitas
Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum
viðtal
March 6, 2025

Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum

TEXTI
Ritstjórn
Meðmæling: Flestir treysta meðmælum umfram aðra miðla
frétt
October 25, 2024

Meðmæling: Flestir treysta meðmælum umfram aðra miðla

TEXTI
Maskína