Til Baka
DEILDU
W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis

W til Íslands - opnar á tækifæri erlendis

frétt
October 2, 2024
Texti
Instrument
Mynd
Aðsend

Samskiptafyrirtækið alþjóðlega W Communications opnar skrifstofu á Íslandi undir nafninu W/Nordic og hefur þannig starfsemi sína á Norðurlöndunum.

Með komu W til Íslands fá íslensk fyrirtæki aðgang að nýjum leiðum til að kynna sig og markaðssetja sínar vörur með því að tengjast stóru neti stofunnar á helstu mörkuðum sem og nýjum og vaxandi  markaðssvæðum í Asíu og Mið-Austurlöndum, segir í tilkynningu.

Warren Johnson, forstjóri og stofnandi W Communications ásamt Lucy Austin og Kristjáni Schram, einum af eigendum Instrument.

Áunnin umfjöllun

„Við höfum orðið vör við að íslensk fyrirtæki og stofnanir verða sífellt spenntari fyrir að horfa til tækifæra erlendis, ekki bara út frá rekstrarlegum hagsmunum heldur vilja þau líka miðla þekkingu sinni og reynslu á erlendri grundu. Landfræðileg lega landsins er einnig góð og gefur kost á því að tengja enn frekar saman markaði í Norður Ameríku og Evrópu og þá sérstaklega í Skandinavíu.“ segir Warren Johnson, eigandi W Communications.

Þessi innkoma W á íslenska markaðinn er líka áhugaverð fyrir fyrirtæki sem eru eingöngu með starfsemi á Íslandi þar sem þau fá aðgang að nýjum aðferðum og þekkingu í markaðssetningu sinni.  W leggur áherslu í sinni vinnu að búa til áunninn umfjöllun, svokallað Earned First, fyrir viðskiptavini sína. Áunninn umfjöllun er nýlegt markaðslegt tól sem er að ryðja sér til rúms erlendis. Þessi leið er blanda af almannatengslum (PR) og efnismarkaðssetningu (content marketing) þar sem herferðir eru unnar á skapandi hátt en um leið ná þær að byggja upp vörumerki og styrkja leitarvélabestun herferða.

Gott innsæi ásamt hagnýtum upplýsingum

W hefur horft til Íslands í dágóðan tíma en fyrirtækið hefur undanfarin ár tekið að sér verkefni hér á landi í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Instrument og auglýsingastofuna Brandenburg. “Að eiga samstarfsaðila sem við vitum að eru með mikla alþjóðlega reynslu á markaðssetningu erlendis hér á Íslandi er ekki bara nauðsynlegt fyrir okkur sem fyrirtæki heldur líka fyrir kúnna okkar. Samstarf okkar við Instrument er mikilvægur hlekkur í áformum okkar á Íslandi og Norðurlöndunum,” segir Warren.

„Þetta er mikilvæg viðbót við markaðsflóruna á Íslandi.  Við trúum því að alþjóðlegar herferðir með góðu innsæi heimamanna og teymi sérfræðinga um allan heim sé skilvirkasta og í raun hagkvæmasta leiðin fyrir íslensk fyrirtæki til þess ná árangri í markaðsstarfi sínu erlendis.“ segir Kristján Schram, framkvæmdastjóri Instrument.  

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

“Kamala is brat” -  micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum
pistill
October 1, 2024

“Kamala is brat” - micro trend og meme-menning á samfélagsmiðlum

TEXTI
Lilja Kristín, CMO Vodafone
Vandamálin eru til að leysa þau — Vandamálaráðuneyti
frétt
October 1, 2024

Vandamálin eru til að leysa þau — Vandamálaráðuneyti

TEXTI
Cirkus
Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum
spegill
October 1, 2024

Elísabet Gunnars — Markaðsmál í tískuheiminum

TEXTI
Ritstjórn