Til Baka
DEILDU
Hörð keppni á Lúðrahátíðinni

Hörð keppni á Lúðrahátíðinni

frétt
March 11, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Ímark
Hápunktur íslenskrar markaðssetningar - ÍMARK dagurinn 2025 fór fram föstudaginn 7. mars í Háskólabíói sem er mikil hátíð fyrir markaðsfólk landsins.

Þema ráðstefnunnar í ár var hvernig hugræn atferlisfræði, gervigreind og gögn geta stuðlað að árangursríkari markaðssetningu. Dagurinn hófst með fyrirlestrum erlendra sérfræðinga sem fluttu áhugaverð erindi um þróun markaðsmála og nýjustu strauma í greininni. Um kvöldið var svo verðlaunahátíðin Lúðurinn haldin í 39. skipti en hvorki meira né minna en 40 ára afmæli Lúðursins verður fagnað á næsta ári.

Komið Gott stelpurnar héldu mannskapnum við efnið.

Verðlaun Lúðursins eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í markaðs- og auglýsingagerð samkvæmt dómnefnd sem skipuð er af ÍMARK. Pipar\TBWA hlaut titilinn Auglýsingastofa ársins í annað árið í röð með aðstoð mælinga Maskínu en Maskína hefur verið bakhjarl ÍMARK dagsins síðastliðin níu ár. Auglýsingastofa ársins er valin með eftrtalin atriði í huga: framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina. Icelandair var svo valið Vörumerki ársins fyrir framúrskarandi og áhrifaríka markaðssetningu samkvæmt Maskínu.

Síminn hlýtur Áruna

Síminn var heiðraður með Árunni, árangursverðlaunum ÍMARK, fyrir markaðsherferðina IceGuys sem slegið hefur í gegn hjá landanum. Verðlaunin eru veitt þeirri herferð sem sýnt hefur fram á framúrskarandi árangur með rökstuðningi þátttakenda. Mat dómnefndar byggist á haldbærum upplýsingum svo sem áætlanagerð, birtingaáætlunum, markaðsrannsóknum og viðskiptastjórnun.

Kontor með flesta Lúðra

Kontor hlaut flest verðlaun í ár, alls fjóra Lúðra, sem voru fyrir hönd Kringlunnar í eftirfarandi flokkum: Kvikmyndaðar auglýsingar – styttri, Prentauglýsingar og Herferðir. Auk þess hlaut Kontor verðlaun í flokknum Val fólksins, sem var könnun á vef mbl.is.

Hörð keppni

Keppnin var hörð í nokkrum flokkum og dómnefnd Lúðursins ákvað að veita silfurverðlaun í þeim tilvikum þar sem lítill munur var á tveimur efstu auglýsingunum.

Hér er listi yfir verðlaunahafa í hverjum flokki fyrir sig:

Kvikmyndaðar auglýsingar - Lengri

Nafn auglýsingar: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Auglýsandi: Íslandsbanki

Auglýsingastofa: Hér&Nú


Kvikmyndaðar auglýsingar - Styttri

Nafn auglýsingar: Ekkert smá

Auglýsandi: Kringlan

Auglýsingastofa: Kontor


Prentauglýsingar

Nafn auglýsingar: Ekkert smá

Auglýsandi: Kringlan

Auglýsingastofa: Kontor


Hljóðauglýsingar

Nafn auglýsingar: Dánarfregnir

Auglýsandi: Blush & Sorpa

Auglýsingastofa: Hér&Nú


Bein markaðssetning

Nafn auglýsingar: Rafpóstur

Auglýsandi: Orka x Floni

Auglýsingastofa: Cirkus auglýsingastofa


Veggspjöld og skilti

Nafn auglýsingar: Ekki taka skjáhættuna

Auglýsandi: Samgöngustofa og Sjóvá

Auglýsingastofa: Pipar /TBWA


Umhverfisauglýsingar

Nafn auglýsingar: Bleika tunnan

Auglýsandi: Blush & Sorpa

Auglýsingastofa: Hér&Nú


Viðburðir

Nafn auglýsingar: Merkileg

Auglýsandi: Brandenburg

Auglýsingastofa: Brandenburg


PR

Nafn auglýsingar: Ekki taka skjáhættuna

Auglýsandi: Sjóvá og Samgöngustofa

Auglýsingastofa: Pipar /TBWA


Stafræn auglýsing

Nafn auglýsingar: Gleðileg hljóð

Auglýsandi: KPMG

Auglýsingastofa: Cirkus auglýsingastofa


Stafræn auglýsing - Gagnvirkar/virkjun

Nafn auglýsingar: Þinn fallegi dagur

Auglýsandi: Ölgerðin - Collab

Auglýsingastofa: ENNEMM


Almannaheillaauglýsingar - Kvikmynduð auglýsing

Nafn auglýsingar: Kombakk

Auglýsandi: VIRK

Auglýsingastofa: Hvíta húsið


Almannaheillaauglýsingar - Opinn flokkur

Nafn auglýsingar: Búðu til pláss

Auglýsandi: Unicef

Auglýsingastofa: Brandenburg

Almannaheillaauglýsingar - Herferðir

Nafn auglýsingar: Kombakk

Auglýsandi: VIRK

Auglýsingastofa: Hvíta húsið


Mörkun - ásýnd vörumerkis

Nafn auglýsingar: Heimar

Auglýsandi: Heimar

Auglýsingastofa: Brandenburg


Herferð

Nafn auglýsingar: Ekkert smá stór Kringlan

Auglýsandi: Kringlan

Auglýsingastofa: Kontor

Áran

Nafn auglýsingar: Síminn

Auglýsandi: Iceguys

Auglýsingastofa: Síminn


Val Fólksins mbl.is

Nafn auglýsingar: Yfir sjó og land til þín

Auglýsandi: Eimskip

Auglýsingastofa: Kontor

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum
viðtal
March 6, 2025

Bestu hugmyndirnar koma frá athugasemdum

TEXTI
Ritstjórn
Ceedr: Endurmörkun afhjúpaði menningarmun
viðtal
October 24, 2024

Ceedr: Endurmörkun afhjúpaði menningarmun

TEXTI
Ceedr
Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn
ráðningar
October 3, 2024

Anna Fríða til Nóa Siríus — tekur sæti í fram-kvæmdastjórn

TEXTI
Ritstjórn