Þema ráðstefnunnar í ár var hvernig hugræn atferlisfræði, gervigreind og gögn geta stuðlað að árangursríkari markaðssetningu. Dagurinn hófst með fyrirlestrum erlendra sérfræðinga sem fluttu áhugaverð erindi um þróun markaðsmála og nýjustu strauma í greininni. Um kvöldið var svo verðlaunahátíðin Lúðurinn haldin í 39. skipti en hvorki meira né minna en 40 ára afmæli Lúðursins verður fagnað á næsta ári.
Verðlaun Lúðursins eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í markaðs- og auglýsingagerð samkvæmt dómnefnd sem skipuð er af ÍMARK. Pipar\TBWA hlaut titilinn Auglýsingastofa ársins í annað árið í röð með aðstoð mælinga Maskínu en Maskína hefur verið bakhjarl ÍMARK dagsins síðastliðin níu ár. Auglýsingastofa ársins er valin með eftrtalin atriði í huga: framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina. Icelandair var svo valið Vörumerki ársins fyrir framúrskarandi og áhrifaríka markaðssetningu samkvæmt Maskínu.
Síminn var heiðraður með Árunni, árangursverðlaunum ÍMARK, fyrir markaðsherferðina IceGuys sem slegið hefur í gegn hjá landanum. Verðlaunin eru veitt þeirri herferð sem sýnt hefur fram á framúrskarandi árangur með rökstuðningi þátttakenda. Mat dómnefndar byggist á haldbærum upplýsingum svo sem áætlanagerð, birtingaáætlunum, markaðsrannsóknum og viðskiptastjórnun.
Kontor hlaut flest verðlaun í ár, alls fjóra Lúðra, sem voru fyrir hönd Kringlunnar í eftirfarandi flokkum: Kvikmyndaðar auglýsingar – styttri, Prentauglýsingar og Herferðir. Auk þess hlaut Kontor verðlaun í flokknum Val fólksins, sem var könnun á vef mbl.is.
Keppnin var hörð í nokkrum flokkum og dómnefnd Lúðursins ákvað að veita silfurverðlaun í þeim tilvikum þar sem lítill munur var á tveimur efstu auglýsingunum.
Hér er listi yfir verðlaunahafa í hverjum flokki fyrir sig:
Kvikmyndaðar auglýsingar - Lengri
Nafn auglýsingar: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Auglýsandi: Íslandsbanki
Auglýsingastofa: Hér&Nú
Kvikmyndaðar auglýsingar - Styttri
Nafn auglýsingar: Ekkert smá
Auglýsandi: Kringlan
Auglýsingastofa: Kontor
Prentauglýsingar
Nafn auglýsingar: Ekkert smá
Auglýsandi: Kringlan
Auglýsingastofa: Kontor
Hljóðauglýsingar
Nafn auglýsingar: Dánarfregnir
Auglýsandi: Blush & Sorpa
Auglýsingastofa: Hér&Nú
Bein markaðssetning
Nafn auglýsingar: Rafpóstur
Auglýsandi: Orka x Floni
Auglýsingastofa: Cirkus auglýsingastofa
Veggspjöld og skilti
Nafn auglýsingar: Ekki taka skjáhættuna
Auglýsandi: Samgöngustofa og Sjóvá
Auglýsingastofa: Pipar /TBWA
Umhverfisauglýsingar
Nafn auglýsingar: Bleika tunnan
Auglýsandi: Blush & Sorpa
Auglýsingastofa: Hér&Nú
Viðburðir
Nafn auglýsingar: Merkileg
Auglýsandi: Brandenburg
Auglýsingastofa: Brandenburg
PR
Nafn auglýsingar: Ekki taka skjáhættuna
Auglýsandi: Sjóvá og Samgöngustofa
Auglýsingastofa: Pipar /TBWA
Stafræn auglýsing
Nafn auglýsingar: Gleðileg hljóð
Auglýsandi: KPMG
Auglýsingastofa: Cirkus auglýsingastofa
Stafræn auglýsing - Gagnvirkar/virkjun
Nafn auglýsingar: Þinn fallegi dagur
Auglýsandi: Ölgerðin - Collab
Auglýsingastofa: ENNEMM
Almannaheillaauglýsingar - Kvikmynduð auglýsing
Nafn auglýsingar: Kombakk
Auglýsandi: VIRK
Auglýsingastofa: Hvíta húsið
Almannaheillaauglýsingar - Opinn flokkur
Nafn auglýsingar: Búðu til pláss
Auglýsandi: Unicef
Auglýsingastofa: Brandenburg
Almannaheillaauglýsingar - Herferðir
Nafn auglýsingar: Kombakk
Auglýsandi: VIRK
Auglýsingastofa: Hvíta húsið
Mörkun - ásýnd vörumerkis
Nafn auglýsingar: Heimar
Auglýsandi: Heimar
Auglýsingastofa: Brandenburg
Herferð
Nafn auglýsingar: Ekkert smá stór Kringlan
Auglýsandi: Kringlan
Auglýsingastofa: Kontor
Áran
Nafn auglýsingar: Síminn
Auglýsandi: Iceguys
Auglýsingastofa: Síminn
Val Fólksins mbl.is
Nafn auglýsingar: Yfir sjó og land til þín
Auglýsandi: Eimskip
Auglýsingastofa: Kontor