Auk þess að veita fyrirtækjum viðurkenningu, koma einnig fram þekktir fyrirlesarar úr heimi vörumerkjastjórnunnar þeir Jacob Benbunan og William Bosanko.
Einnig mun forstjóri Lyfju, Karen Ósk Gylfadóttir halda erindi. Þar að auki verður svokallað „sófaspjall“ þar sem Friðrik Larsen stofnandi brandr mun spjalla við góða gesti.
Að baki tilnefninganna er ítarlegt rannsóknarferli sem byggir á akademískri og faglegri nálgun á sviði vörumerkjastjórnunar. Lesa má nánar um ferlið hér.
Valnefnd með yfir 50 aðilum allstaðar að úr viðskiptalífinu koma með sín meðmæli fyrir tilnefningar og gera auk þess grein fyrir sínu máli. Ein þeirra sem tekið hefur þátt í að velja bestu íslensku vörumerkin er Fida Abu Libdeh, stofnandi og forstjóri GeoSilica, sem þekkir vel hversu mikil vinna það er að þróa velheppnað vörumerki:
„Það er rosalega erfitt að byggja upp gott vörumerki, það þarf mikla ákveðni og það þarf að passa sig að fara ekki út fyrir vörumerkið. Það getur tekið mörg ár að byggja upp gott vörumerki og því finnst mér fyrirtæki sem ná þeim árangi eiga skilið að fá viðurkenningu og verðlaun fyrir það.“ Fida Abu Libdeh, GeoSilica
Framkvæmdarstjóri brandr, Íris Mjöll Gylfadóttir segir það virkilega ánægjulegt að sjá þessi flottu og jafnframt ólíku vörumerki í hverjum flokki og bætir við:
„Þær vörumerkjakynningar sem við höfum fengið sendar inn í ár frá þátttakendum eru framúrskarandi og sýna að þetta eru fyrirtæki sem skilja mikilvægi vörumerkisins í árangursríkum rekstri og hlúa vel að því.“ Írisi Mjöll Gylfadóttir
Herferð spjallaði við Írisi Mjöll um vörumerkjastjórnun og hvað séu megineinkenni sterkra vörumerkja. Viðtalið má finna hér.
Veittar eru viðurkenningar í fjórum flokkum, en flokkast þær eftir því hvort fyrirtæki sé á fyrirtækjamarkaði, eða selji þjónustu eða vöru til einstaklinga - en þar er skipt í stærri og minni fyrirtæki, þ.e. þau sem hafa undir eða yfir 50 manns í vinnu. Auk þess er nýr flokkur sem veitir viðurkenningu fyrir vinnustað sem vörumerki.
Fyrirtækjamarkaður
Fyrirtækin sem tilnefnd eru í flokki fyrirtækjamarkaðar eru; Alfreð, Dropp, Heimar, Noona og Origo.
Eitt útnefndar fyrirtækja er atvinnuleitarmiðillinn Alfreð sem lét þessi orð falla um styrkleika vörumerkisins og hvernig þeim hefur tekist að gera Alfreð að sagnorði - nokkuð sem aðeins örfáum vörumerkjum hefur tekist:
„..þegar öllu er á botninn hvolft má segja að vöruheitið sjálft sé hlaðið merkingu. Það er gjarnan notað eins og samheiti fyrir atvinnuleit í íslensku nútímamáli. Að kíkja inn á Alfreð má skilja sem svo að ætlunin sé að litast um eftir starfi. Í þeim skilningi er Alfreð íslenskt hugtak sem á sér helst hliðstæðu í ensku máli, t.d. vörumerkjum á borð við Xerox, Hoover og Google. Og þegar vörumerkið verður besta lýsingin á sjálfu sér er erfitt að finna hugtök sem lýsa því betur.“ Alfreð
Einstaklingsmarkaður 50+
Í flokki fyrirtækja á einstaklingsmarkaði, með fleiri en fimmtíu starfsmenn, má sjá nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins; 66 North, Bónus, Krónan, Síminn og Sky Lagoon.
Krónan hafði þetta að segja um einstöku eiginleika Krónunnar og hvernig það hefur skilað sér í styrkleika vörumerkisins:
„Við teljum að við höfum skapað sterka ímynd Krónunnar byggða á nokkrum lykileiginleikum og aðgreiningarþáttum. Krónan er leiðandi lágvöruverðsverslun sem leggur mikla áherslu á lágt vöruverð, ferskleika, gæði og að uppfylla þarfir viðskiptavina.“ Krónan
Einstaklingsmarkaður -49
Af þeim fyrirtækjum sem starfa á einstaklingsmarkaði, með færri en fimmtíu starfsmenn, eru eftirfarandi tilnefnd: Arna, Blush, Hopp, Metta Sport og Orkusalan.
Að sögn Blush er þeirra einstaki eiginleiki beintengdur því að hafa gjörbreytt viðhorfi íslenskra neytenda og tekist að gera bæði kynlífstæki og kynheilbrigði að eðlilegum hlut:
„..Blush hefur verið brautryðjandi í að breyta markaðnum og viðhorfum til kynlífstækja hér á landi ásamt því að vera fyrst kynlífstækjaverslana á Íslandi til að veita markvissa fræðslu um kynheilbrigði.
Vörumerki vinnustaðar - nýtt!
Í ár hefur bæst við fjórði flokkurinn en sá snýr að vörumerki vinnustaðar. Tilnefnd eru vörumerki sem laða að hæfileikaríkt starfsfólk, hefur skýra stefnu, er mælt með af starfsmönnum, býður upp á þróunartækifæri og heldur vel í starfsfólk.
Ef litið er til vörumerkis vinnustaðar þá standa nokkur fyrirtæki uppúr og þykja hafa staðið sig vel í að markaðssetja sig gagnvart núverandi og framtíðar starfsfólki. Þar þykja eftirfarandi fyrirtæki hafa borið af: Advania, Arion banki, Elko, Nova og Orkan.
En hvað telur t.d. Arion banki vera eina af ástæðunum fyrir þessari velgengni?
„Við leggjum áherslu á að skapa heilsueflandi umhverfi og leggjum mikið upp úr því að skapa fjölskylduvænt starfsumhverfi. Við tryggjum starfsfólki okkar 80% laun í fæðingarorlofi og erum að vinna að því að opna daggæslu fyrir starfsfólk til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.“
Sem fyrr segir verður viðurkenningahátíðin Bestu íslensku vörumerkin haldin í Kaldalóni, Hörpunni 5. febrúar næstkomandi.
Stjórnendur, markaðsfólk og allt áhugafólk um vörumerki ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.
Nánar upplýsingar um viðburðinn og miðakaup má nálgast hér