Til Baka
DEILDU
Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi

Herferð— Nýr bransamiðill á Íslandi

frétt
October 2, 2024
Texti
Ritstjórn
Mynd
Rafael Pinho
Herferð er nýr og óháður fjölmiðill tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaðinum á Íslandi. Með miðlinum skapast tækifæri fyrir fagfólk í markaðsmálum til að koma sér á framfæri og skapa faglega umræðu um íslensk markaðsmál.

Herferð er nýr bransamiðill tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaðinum á Íslandi. Finna má sambærilega miðla á Norðurlöndunum og raunar um allan heim, þar sem þau sem starfa við markaðs- og auglýsingamál (þ.m.t. almannatengsl, viðburði, tísku, hönnun, ljósmyndun, efnisframleiðslu (content creation) ofl) geta deilt „case studies“ um sín helstu verkefni/herferðir og þar með skapað vettvang fyrir faglega umfjöllun og umræður um fagið.


Býðst stofum og sjálfstætt starfandi aðilum að senda inn efnið sitt til umfjöllunar hjá Herferð. Ekki verður tekið greitt fyrir umfjallanir eða kynningar, en áskilur ritstjórn sér rétt til að afþakka eða óska eftir endurbótum á efni ef þörf krefur.

Markmiðið með Herferð er að styrkja við ásýnd og umfjöllun um skapandi markaðs-og auglýsingamál á Íslandi og stuðla að því að markaðsfólk geti orðið enn áhrifameira afl í íslensku viðskiptalífi.


Að baki Herferðar standa Erna Hreinsdóttir vefhönnuður og listrænn stjórnandi hjá Blóð studio, og Anna Margrét Gunnarsdóttir sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum og eigandi samskiptastofunnar Altso. Þær Erna og Anna Margrét eiga að baki fjölbreyttan feril í fjölmiðlum og markaðsmálum, og hafa starfað við fagið bæði á Íslandi og á erlendri grundu.

Hægt er að senda inn efni hér.


SKOÐA

FLEIRI GREINAR