Til Baka
DEILDU
Kjarni jarðar í nýrri ásýnd Aton

Kjarni jarðar í nýrri ásýnd Aton

verkefni
February 5, 2025
Texti
Ritstjórn
Mynd
Aton
Aton er strategísk samskipta- og hönnunarstofa sem starfar bæði á íslenskum markaði og með alþjóðlegum viðskiptavinum. Nýlega réð stofan Sigga Odds, fyrrum hönnunarstjóra JKR New York og í framhaldi á því tók Aton eigið vörumerki í gegn. Herferð ræddi við Sigga Odds um nýju ásýndina og hugmyndafræðina sem býr þar að baki.

Nýtt útlit Aton sker sig úr á íslenskum markaði með notkun á svokölluðum leturmerkjum. Þar má sjá myndefni skapa sér sess inni í sjálfum textanum, nokkuð sem er áhrifaríkt en jafnframt vandmeðfarið enda margir myndrænir þættir sem keppast um athygli á sama tíma.

„Aton leggur áherslu á að greina kjarna vörumerkja og verkefna og tjá hann á skilvirkan og skapandi máta. Ný ásýnd okkar byggir á sérsniðinni leturgerð, Nota, sem hönnuð var af Hólmfríði Benediktsdóttur, sem nýlega lauk meistaranámi við ECAL“ segir Siggi.

Að sögn Sigga er helsta einkenni Nota-letursins breytilegu innformin sem tákna bæði þær fjölbreyttu raddir sem starfa á Aton og svo hæfni þeirra til að tala til ólíkra hópa. Siggi bætir við að letrið megi finna í sveigjanlegu leturmerki og fyrirsögnum sem kalla á athygli.

Letur í mótun - eftir Hólmfríði Benediktsdóttur.

„Við fáumst við fjölbreytt verkefni og þarf ásýnd Aton þess vegna að vera sveigjanleg“ segir Siggi. Hann bætir við að grunnútgáfa ásýndarinnar er fastheldin en verður í sinni ýktustu mynd lifandi og expressíf. „Leturmerkin okkar hafa þrjár stillingar. Við veljum hvað útgáfu á að nota út frá því hversu mikla tjáningu við viljum hafa í hverju tilfelli fyrir sig. Grunnútgáfan er mjög hrein og bein, hugsuð til að vera notuð lítil í horninu á kynningum, vef og öðru sem þarf ekki að vera of expressíft. Miðlungs útgáfan notar innformin á stöfunum til að tjá mismunandi raddir og karakter starfsfólksins okkar og viðskiptavina okkar. Þessi útgáfa er notuð helst í hreyfingu á vef og í kynningum. 

Expressívasta útgáfa leturmerkisins okkar innvinklar þrívíðar myndir í innformin og þar getum við notað myndefni sem hentar hverju tilefni. Til dæmis sett sérkenni úr vörumerki viðskiptavinar, eða myndefni í þema fyrirlesturs“ útskýrir Siggi.

 

„Ásýndin byggir á djúpri grunnvinnu og uppbyggingu fyrirtækisins seinustu fimm árin. Í letrinu býr hugmyndin um kjarnann – að við finnum og skilgreinum kjarna viðskiptavina okkar og verkefna, og tjáum hann á skilvirkan og skapandi máta“ segir Siggi.

„Í svona verkefni er mikilvægt að gefa skilgreindu teymi traust og ábyrgð til að leiða verkefnið og það fengum við.“

„Hópurinn kynnti reglulega fyrir samstarfsfólki og notaði endurgjöf úr þeim fundum til að þróa verkefnið áfram“ áréttar Siggi.

„Fyrir fyrirtæki sem vinnur mjög mikið með litapallettur viðskiptavina þurftum við að huga að því að vera ekki of litaglöð, því það gæti leitt til óþægilegra skarana á litum. Því var ákveðið að fara í tiltölulega hlutlausa litapallettu sem var þó með einn sterkan accent-lit sem er notaður sparlega. Við notum skærappelsínugulan sem accent-litinn og er hugmyndin úr sama ranni og grunnhugmyndin að brandinu; að byggja upp vörumerki frá kjarnanum og því fannst okkur viðeigandi að vísa í kjarna jarðarinnar“ segir Siggi að lokum.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Hvað er besta íslenska vörumerkið?
frétt
October 17, 2024

Hvað er besta íslenska vörumerkið?

TEXTI
Ritstjórn
Hvatvísi Íslendinga bæði kostur og galli
viðtal
December 5, 2024

Hvatvísi Íslendinga bæði kostur og galli

TEXTI
Svetlana Graudt
Vinalegasta markaðsnörda-samfélag landsins
frétt
February 1, 2025

Vinalegasta markaðsnörda-samfélag landsins

TEXTI
Ritstjórn