Til Baka
DEILDU
Ceedr: Endurmörkun afhjúpaði menningarmun

Ceedr: Endurmörkun afhjúpaði menningarmun

viðtal
October 24, 2024
Texti
Ceedr
Mynd
Aðsend
Ceedr er nýtt vörumerki stafræna arms Pipars\TBWA sem áður hét The Engine en nýja nafnið og tilheyrandi vörumerki var afhjúpað fyrir stuttu. Herferð ræddi við Hreggvið Steinar Magnússon framkvæmdarstjóra Ceedr um endurmörkunarferlið og hvernig það er að sameina menningarmun á ólíkum mörkuðum undir einum, grænum hatti.

Hreggviður Steinar Magnússon framkvæmdarstjóri Ceedr.

Nýja nafnið og ásýndin er afraksturinn af ítarlegu og yfirgripsmiklu endurmörkunarferli þar sem hönnuðir og hugmyndafólk frá vörumerkja- og hönnunarstofunni Scandinavian Design Group í Noregi ásamt stafrænum sérfræðingum á Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Noregi unnu saman.

„Útkoman er Ceedr, leiðandi afl í stafrænni markaðssetningu hérlendis og í miklum vexti í Noregi, Danmörku og nú síðast Finnlandi“ segir Hreggviður.

Aðspurður um hvatann fyrir breytingunum útskýrir Hreggviður að starfsemi fyrirtækisins hafi verið komin í fjögur lönd á Norðurlöndunum og að á þessum nýjum mörkuðum var vörumerkið The Engine ekki þekkt. Að auki þótti þeim það ekki nægilega aðgreinandi: „Við fundum líka vilja og spennu fyrir endurmörkunarferli hjá starfsfólki okkar og leiðtogum á hinum mörkuðum.“ Markmiðið hafi verið að skapa nafn og merki sem væri aðgreinandi ásamt því að fylla allt starfsfólk í öllum mörkuðum stolti til að halda áfram á þeirri vaxtarvegferð sem stofan er á.

Eitt teymi þvert á lönd

Mikilvægt sé að hafa í huga hver sé sagan á bak við ákvörðunina og hvert er lykilinnsæið sem keyrir áfram ferlið. Hreggviður segir að eitt atriði hafi verið ofar öðrum:

„Fólk skilur ekki alveg hvað við gerum.“

Annað atriði sem Hreggviður og teyminun fannst mikilvægt var að leyfa öllu starfsfólkinu að taka virkan þátt í ferlinu, „allir fengu tækifæri að leggja fram hugmyndir í vinnuskjalið því við erum jú saman í þessu - eitt teymi, þrátt fyrir mörg landamæri.“

Endurmörkunin sjálf var skemmtilegt verkefni að sögn Hreggviðs en sömuleiðis krefjandi með tilheyrandi áskorunum. Ekki var alltaf einhugur í hópnum, enda mismunandi skoðanir frá mismunandi löndum. Aðspurður hvort þau hafi fundið fyrir einhverjum menningarmun í ferlinu segir Hreggviður að þau hafi vissulega fundið fyrir slíkum á milli landanna og það hafi komið þeim á óvart. Hann segir að í því felist sjálf áskorunin, „að sameina alla undir einni stefnu og einu markmiði og skilja hvert við stefnum - í sameiningu.“ 

Hreggviður segir teymið hafa sett ákveðnar tæknilegar forsendur í ferlinu sem og stefnumarkandi: „Við vildum hafa nafnið stutt, öðruvísi og aðgreinandi sem auðvelt væri að bera fram.“

Orðið Ceed kemur frá latneska orðinu cedere og þýðir hreyfing; fara fram, „einnig má finna hluta af orðinu -cede- í orðum sem fela í sér farsæld eða framgang, eins og succeed eða proceed og á það vel við okkar starfsemi“ útskýrir Hreggviður.

Norræn og „Kísildalísk“ hönnun

„Við fengum innblástur frá tæknifyrirtækjum í Kísildal (e. Silicon valley) en starfsemin okkar er einmitt á tæknienda markaðssetningar“ segir Hreggviður. Samtímis bendir Hreggviður á að starfsemi fyrirtæksins sé á Norðurlöndunum og því var mikilvægt að ásýndin endurspeglaði hreina, skandinavíska hönnun.

Litavalið er þó fjarri því að vera lágstemmd en ef litið sé til bransans komi þar fyrir fjöldinn allur af mismunandi litum. Að sögn Hreggviðs hafi þó enginn verið að nota grænan litinn: „grænn merkir líf, vöxt og framsækna hugsun, sem á afar vel við tæknidrifna stofu eins og Ceedr.“

Það fór svo að þau völdu grænan sem grunnlit en engan venjulegan grasgrænan heldur „sterkan, bjartan, nánast skærgrænan og hugmyndin þar að baki var að endurspegla sjálfstraustið sem býr í Ceedr og starfsfólki þess.

SKOÐA

FLEIRI GREINAR

Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?
pistill
November 14, 2024

Hvað einkennir góðan markaðsstjóra?

TEXTI
Þórður Sverrisson
Skibidí klósett
pistill
October 24, 2024

Skibidí klósett

TEXTI
Stein­ar Þór Ólafs­son
200 milljónir í að markaðssetja Ísland
frétt
November 22, 2024

200 milljónir í að markaðssetja Ísland

TEXTI
Ritstjórn